*

miðvikudagur, 14. apríl 2021
Innlent 19. ágúst 2020 18:45

Hagnaður Hampiðjunnar eykst um 23%

Hagnaður Hampiðjunnar nam 1.283 milljónum króna á fyrri hluta árs sem er 23% aukning milli ára.

Ritstjórn
Hampiðjan er skráð á First North markaðinn en Hjörtur Erlendsson er forstjóri félagsins.
Eva Björk Ægisdóttir

Hagnaður Hampiðjunnar fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 14 milljónum evra á fyrri hluta árs, andvirði 2.274 milljónir króna. EBITDA félagsins nam 11,9 milljónum evra á sama tímabili fyrra árs og jókst því um 17,5%. Þetta kemur fram í drögum félagsins að árshlutauppgjöri.

Hagnaður félagsins jókst um 23% milli tímabila, úr 6,4 milljónum evra í 7,9 milljónir, andvirði 1.283 milljónir króna. Sala Hampiðjunnar dróst saman um 5,5% á milli tímabila og nam 80,6 milljónum evra, um 13,1 milljarð króna.

Sjá einnig: Hampiðjan hagnast um 888 milljónir

Uppgjör fyrir fyrri árshelming er enn í vinnslu og getur tekið breytingum. Það verður birt þann 26. ágúst næstkomandi.