Hagnaður HB Granda var 5,6 milljónir evra á fyrsta ársfjórðungi ársins 2014 í samanburði við 10,2 milljónum evra á sama ársfjórðungi árið 2013. Þetta er 45% samdráttur á milli ára. Velta félagsins minnkaði einnig á fyrsta ársfjórðungi ársins 2014, og var 41,9 milljónir evra í samanburði við 50,9 milljónir evra á sama ársfjórðungi í fyrra. Uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2014 var birt í dag.

Lækkun tekna og hagnaðar má rekja til þess að mun minni loðnukvóti var gefin út þetta fiskveiðiár en í fyrra. Á nýafstaðinni loðnuvertíð var félaginu úthlutað og veiddu skip þess 24 þúsund tonn af loðnu samanborið við 81 þúsund tonn árið 2013. Verðhækkun loðnuhrogna og frystrar loðnu, auk hlutfalls afurður úr lönduðum afla drógu þó úr neikvæðum áhrifum minni afla.

Uppgjör HB Granda