Hagnaður HB Granda dróst saman á f yrsta ársfjórðung i og nam 5,6 milljónum evra, en hagnaðurinn var 13,8 milljónir evrur á síðasta tímabili.

Rekstrarhagnaður félagsins nam rúmum 8,7 milljónum evra en var 18 milljónir evrur á fyrra tímabili. EBITDA ársfjórðungsins var 12,4 milljón evrur.

Heildareignir félagsins námu rúmum 410 milljónum evra í marsmánuði og aukast því frá fyrra tímabili þar sem eignirnar töldust rúmar 395 milljónir. Þar af voru fastafjármunir tæpir 322 milljónir evra og veltufjármunir 88 milljónir evra.

Eigið fé nam 251 milljón evra og var eiginfjárhlutfall 61%, sem er lækkun um eitt prósentustig milli tímabila. Heildarskuldir félagsins voru í lok tímabilsins 50 milljónir evra, sem er aukning en heildarskuldir í lok síðasta tímabils voru 39 milljónir evra.

Í ársfjórðungsreikningi félagsins segir að ástand helstu stofna sé í góðu jafnvægi og góð eftirspurn sé eftir fiskafurðum. Þá sé olíuverð og vextir hagstæðir. Þrátt fyrir það hefur viðskiptabann á Rússland og hrun á verði og sölu afurða til Nígeríu áhrif á afkomu félagsins.