Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 35,4 milljónum evra í ár. Hann var 14,9 milljónir árið á undan og er aukningin 133%. Hagnaðurinn nemur um 5,5 milljörðum íslenskra króna en aukningin nemur um 3,1 milljarði.

Rekstrartekjur samstæðunnar árið 2013 voru 195 milljónir evra en voru 197 árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, eða EBITDA, var 45,3 milljónir evra en var 59,3 milljónir árið áður.

Í tilkynningu með ársreikningi HB Granda segir að bakfærð virðisrýrnun aflaheimilda af fjárhæð 13,6 milljónir evra og gjaldfærð virðisrýrnun rekstrarfjármuna að fjárhæð 4,9 milljónir evra. Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru jákvæð um 1,4 milljónir evra, en voru neikvæð um 3,8 milljónir evra árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 0,8 milljónir evra, en voru neikvæð um 4,5 milljónir evra árið áður.

Um þriðjungshlutur í HB Granda verður boðinn út í apríl, eins og VB Sjónvarp greindi frá í fyrradag. Sá hlutur er að stærstu leyti í eigu Arion banka.