*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Innlent 18. ágúst 2019 10:30

Hagnaður heildverslunar jókst um 60%

Ásbjörn Ólafsson ehf. hagnaðist um 15 milljónir meðan eiginfjárhlutfalið lækkaði úr 35% í 29%.

Ritstjórn
Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf. er til húsa við Köllunarklettsveg 6.

Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson ehf., hagnaðist um 15,1 milljón króna á síðasta ári, sem er 63% aukning frá árinu áður þegar hagnaðurinn nam 9,3 milljónum.

Heildarrekstrartekjurnar jukust heldur minna, eða um 8,2%, eða úr tæplega 2,1 milljarði í tæplega 2,6 milljarða króna, meðan heildarrekstrarkostnaðurinn jókst um 7,9%, úr rétt um 2 milljörðum í tæplega 2,2 milljarða.

Eigið fé heildverslunarinnar dróst saman um rétt 5,8%, úr 279 milljónum króna í 262,9 milljónir króna, meðan skuldirnir jukust um 23,4%, úr 512,6 milljónum í 632,4 milljónir króna. Heildareignirnar jukust því um 13%, úr 791,7 milljónum í 895,3 milljónir króna og þar með lækkaði eiginfjárhlutfallið úr 35,2% í 29,4% á milli áranna 2017 og 2018.

Handbært fé félagsins hefur lækkað töluvert síðustu tvö ár, en af rekstri ársins 2017 komu 5 milljónir króna en það var neikvætt um 37,7 milljónir árið 2018. Fór því handbært fé félagsins úr 25,8 milljónum króna í upphafi árs 2017 í 7,3 milljónir í byrjun síðasta árs, og svo aftur í tæplega 337 þúsund krónur í lok þess.

Veltufé frá rekstri jókst hins vegar milli ára, úr 16,4 milljónum árið 2017 í 28,9 milljónir árið 2018. Félagið greiddi hvort ár fyrir sig út sömu fjárhæð í arð, eða 31,25 milljónir króna. Fimm hluthafar skipta félaginu jafnt á milli sín, það eru Björnsbörnin Ólafur Björn, Gunnlaugur Rafn, Ásta Friðrikka, Ásbjörn og loks framkvæmdastjórinn Guðmundur Rafn Björnsson.