Hagnaður tölvufyrirtækisins Hewlett-Packard dróst saman um 91% á fjórða og síðasta fjórðungi rekstrarársins. Í frétt BBC segir að kostnaður við að loka WebOS farsímastýrikerfinu, en hann nam alls 3,3 milljörðum Bandaríkjadala.

Hagnaður HP eftir skatta nam 200 milljónum dala á ársfjórðungnum, samanborið við 2,5 milljarða dala hagnað á sama tímabili í fyrra.

Er þetta fyrsta afkomutilkynning fyrirtækisins frá því að Meg Whitman tók við sem forstjóri af Leo Apotheker, sem rekinn var frá fyrirtækinu í september. Hafði hann tekið ákvarðanir sem voru stjórn fyrirtækisins lítt að skapi, eins og að selja einkatölvuframleiðsluarm fyrirtækisins. Whitman sneri þeirri ákvörðun við þegar hún tók við störfum sem forstjóri.