Castello, sem heldur úti þremur pítastöðum á höfuðborgarsvæðinu, skilaði 5,5 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 1,6 milljóna hagnað árið 2020.

Velta Castello jókst lítillega á milli ára og nam 112 milljónum. Rekstrargjöld lækkuðu um 4,8% frá fyrra ári og námu 103 milljónum. Laun og launatengd gjöld voru 46,8 milljónir en 17-19 starfsmenn störfuðu hjá Castello á árinu.

Castello er með útibú á Dalvegi 2 í Kópavogi, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og haustið 2020 opnaði félagið pítsastað að Lágmúla 7.

Sjá einnig: Góð prófraun að opna í kreppu

Eignir Castello voru bókfærðar á 74,4 milljónir króna í lok síðasta árs. Eigið fé félagsins nam 54,7 milljónum. Bræðurnir Armend Zogaj og Dardan Zogaj eiga félagið til helminga.