Flugfélagið Ernir hagnaðist um 6,6 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 2,6 milljónir króna milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Eignir félagsins námu 681 milljón króna í lok ársins. Þar af nam virði flugvéla félagsins 498 milljónum króna og fasteigna 84 milljónum króna. Skuldir fyrirtækisins námu á sama tíma 654 milljónum króna og var eigið fé félagsins því 27 milljónir króna í árslok.

Stærstu hluthafar Ernis eru Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, og Jónína Guðmundsdóttir, en þau eiga hvort um sig 36,74% hlut í félaginu.