Mosfellsbakarí ehf. skilaði 11,5 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 1,7 milljóna króna tap árið 2014. Ársreikningur fyrirtækisins er samandreginn og kemur því ekki fram í honum hver velta fyrirtækisins var. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 30 milljónir króna í fyrra, en var 11,3 milljónir árið á undan.

Hagnaður fyrir tekjuskatt í fyrra nam 14,3 milljónum, en tap fyrir tekjuskatt árið 2014 nam 2,2 milljónum króna.

Eignir félagsins voru 112,8 milljónir króna um síðustu áramót og hreyfðust lítið frá fyrra ári. Skuldir lækkuðu aftur á móti um tæpar 15 milljónir og námu í árslok 86,5 milljónum og eigið fé nam því 26,4 milljónum króna um áramótin.

Mosfellsbakarí ehf. er nær alfarið í eigu þeirra Ragnars Hafliðasonar og Áslaugar Sveinbjörnsdóttur í gegnum félagið Flugnet ehf., sem þau eiga saman.