*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 20. október 2013 09:45

Hagnaður hjá Hamborgarabúllunni

Hamborgarabúllan hefur verið á hægri en stöðugri siglingu. Nýr staður opnar í Berlín í næsta mánuði.

Edda Hermannsdóttir
Úr Hamborgarabúllunni í London.

Hamborgarabúllan hagnaðist um 2,4 milljónir í fyrra. Þetta er breyting frá árinu 2011 þegar fyrirtækið skilaði tapi upp á 1,8 milljónir króna.

Fram kemur í ársreikingi að langtímaskuldir fyrirtækisins lækkuðu úr 36,8 milljónum í 30,4 milljónir. Vaxtagjöld og verðbætur lækkuðu samhliða um tæpar 2 milljónir og námu 5,2 milljónum í lok síðasta árs. Viðskiptakröfur hækkuðu úr 6,8 milljónum í 20 milljónir og viðskiptaskuldir hækkuðu jafnframt úr 7,1 milljón í 19,5 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins hækkaði milli ára og nam 61,5 milljónum króna miðað við rúmar 59 milljónir árið 2011.

Hamborgarabúllan er í mikilli útrás. Tommis’s Burger Joint, eins og Hamborgarabúllan heitir í London, opnaði í fyrra og mun nýr staður opna í Berlín í næsta mánuði. Í Reykjavík eru þegar fimm staðir. Tómas Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar, segir að á staðnum í Berlín verði 40 sæti sem er svipað og hér.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is