*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 5. nóvember 2013 21:45

Hagnaður hjá Hlöllabátum

7 milljóna afgangur af sölu á sósuríkum samlokum og bátum hjá Hlöllabátum

Ritstjórn

Rekstur Hlöllabáta ehf. skilaði rúmlega 7,1 milljónar króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er nokur aukning frá árinu 2011 þegar félagið skilaði tæplega 3,9 milljóna hagnaði af sölu á bátum og samlokum.

Hlöllabátar sem margir tengja við síðkvöldssnarl um helgar eru í eigu Hlöðvers Sigurðssonar. Félagið var með neikvæt eigið fé upp á rúma eina milljóna í lok síðasta árs. Ekki var neinn arður greiddur út úr félaginu á síðasta ári.

Stikkorð: Hlöllabátar