*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 27. desember 2015 09:14

Hagnaður hjá Joe & The Juice

18 milljón króna hagnaður var af starfsemi Joe & The Juice á síðasta ári.

Ritstjórn
vb.is

Joe Ísland, sem rekur veitingastaðina Joe & The Juice hér á landi, hagnaðist um 18,1 milljón króna árið 2014. Fyrirtækið seldi vörur fyrir um 272 milljónir króna á árinu og var EBITDA þess um 41 milljón króna. Handbært fé frá rekstri var 38 milljónir.

Eignir Joe Ísland námu um 194 milljónum króna í lok síðasta árs og var eigið fé um 85,3 milljónir. Birgir Þór Bieltvedt er stjórnarformaður fyrirtækisins.