Hagnaður Retro Stefson ehf., sem heldur utan um rekstur samnefndrar hljómsveitar, nam í fyrra 1,2 milljónum króna, samanborið við tap upp á um 6,3 milljónir króna árið 2011. Tekjur félagsins námu um 21,6 milljónum króna og jukust um 4,2 milljónir króna á milli ára.

Rekstrarkostnaðurinn lækkaði hins vegar um rúmar 3,3 milljónir króna á milli ára og nam 20,3 milljónum króna. Ferðakostnaður einn og sér lækkaði um 2,4 milljónir króna.

Eigið fé félagsins var í árslok 2012 neikvætt um rúmar 4,7 milljónir króna og skammtímaskuldir þess námu um 8,5 milljónum króna. Þar af nam skuld við hluthafa rúmum sjö milljónum króna.