Sparisjóður Suður-Þingeyjasýslu
Sparisjóður Suður-Þingeyjasýslu
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Sparisjóður Suður-Þingeyinga hagnaðist um 25,5 milljónir króna í fyrra og gekk rekstur sjóðsins vel. Stjórn sparisjóðsins var endurkjörin á aðalfundi. Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er stjórnarformaður en sparisjóðsstjóri er Guðmundur E. Lárusson.

Aðalfundur sjóðsins samþykkti að veita stjórninni umboð til viðræðna við aðra sparisjóði, einkum í næsta nágrenni, um samstarf og eða mögulega sameiningu.