*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 9. september 2019 11:38

Hagnaður H&M 105 milljónir

Tekjur fataverslunarinnar H&M fyrsta heila rekstrarárið á Íslandi námu tæpum 2,4 milljörðum krónum í fyrra.

Ritstjórn
H&M á Íslandi var beðið með mikilli eftirvæntingu á sínum tíma.
Eva Björk Ægisdóttir

Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins var hagnaður af rekstri H&M Hennes & Mauritz Iceland ehf 105 milljónir króna á síðasta ári. Þetta var fyrsta heila reksrarár H&M hér á landi og námu rekstrartekjur félagsins 2.381 milljónum króna miðað við 945 milljónir árið á undan. 

Rekstrargjöld voru 2.257 milljónir króna þar af nam kostnaðarverð seldra vara 731 milljónum króna og annar rekstrarkostnaður 1.035 milljónum. Samtals var fjöldi ársverka hjá H&M í fyrra 74 talsins en laun og launatengd gjöld tæpum 460 milljónum króna. 

Eignir félagsins samkvæmt efnahagsreikningi voru 1.102 milljónir króna þar af voru fastafjármunir 382 milljónir króna og veltufjármunir 720 milljónum króna. 

Skuldir námu samtals 974 milljónum króna; langtímaskuldir voru 87 milljónir og skammtímaskuldir voru 887 milljónir en þar af námu skuldir við tengda aðila 697 milljónum króna.