Annar stærsti söluaðili fatnaðar í Evrópu, Hennes & Mauritz AB, birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Hagnaður dróst saman um 11% samanborið við sama ársfjórðung í fyrra og nam 5,49 milljörðum sænskra króna. Á markaði var búist við betri afkomutölum og féllu bréfin um allt að 7% við upphaf viðskipta í dag.

Að sögn stjórnenda H&M er helst um að kenna hækkandi verði á bómull. Sala á ársfjórðingnum jókst um 15% frá fyrra ári.