Hróarskeldu hátíðinni lauk á sunnudaginn, en hagnaður af henni á þessu ári er talið hafa numið 200-270.000 evrum eða um 30-40 milljónum króna.

Á hátíðinni voru yfir 100.000 gestir sem keyptu miða og 31.000 sjálfboðaliðar og spiluðu 166 hljómsveitir frá 30 löndum.

Ágóðinn af hátíðinni mun renna til góðgerðarmála eins og áður hefur tíðkast.