Heildarhagnaður HS Veitna á fyrri hluta árinss 2015 nam 338 m.kr. smanborið við 351 m.kr. hagnað á sama tímabili árið 2014. Fram kemur í fréttatilkynningu frá HS Veitum að minnkun hagnaðar skýrist að mestu af hækkun verðbóta og lífeyrisskuldbindinga.

Hækkun tekna nam 250 m.kr á tímabilinu og hækkuðu tekjur um 9,6% milli ára.

EBITDA hækkar milli ára. Á fyrri helmingi árs 2015 nam hún 940 m.kr. (32,9%), en 849 m.kr. (32,5%) á sama tímabili í fyrra.

Fjárhagsstaða HS Veitna er sterk. Eiginfjárhlutfall þann 30. Júní 2015 var 40,6%, þrátt fyrir kaup á eigin bréfum og arðgreiðslu.

Hluthafar félagsins eru nú fjórir, þeirra á eru meðal Reykjanesbær, HSV Eignarhaldsfélag slhf og Hafnarfjarðarbær.