Hagnaður HSBC bankans jókst um 30% á þriðja fjórðungi. Ástæða hagnaðarins er einkum rakin til góðs gengis í Bretlandi og Hong Kong.

Hagnaður fyrir skatta nam 4,5 milljörðum dala en hagnaðurinn var 3,4 milljarðar dala á sama tíma í fyrra. Um helmingur hagnaðarins fékkst í Bretlandi og Hong Kong.

Þegar uppgjör ársfjórðungarins var gefinn upp staðfestu stjórnendur bankans einnig að bankinn sætti rannsókn vegna alþjóðlegrar rannsóknar á ólöglegu gjaldmiðlabraski.

BCC greindi frá.