Breski bankinn HSBC skilaði 8,4 milljarða dala hagnaði, andvirði um 970 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er nær tvöfaldur hagnaður bankans á sama tíma í fyrra.

Í frétt BBC segir að helsta ástæðan sé sú að vanskil hafa minnkað til mikilla muna að og greiðslur á afskriftarreikninga og almennar afskriftir hafi því minnkað líka.

Forstjóri HSBC, Stuart Gulliver, tók við í ársbyrjun 2011 og hefur hans helsta verkefni verið að taka til í rekstrinum. Frá því að hann tók við hefur rekstrarkostnaður dregist saman um 3,6 milljarða dala og hefur BBC eftir bankanum að hægt sé að minnka kostnað um einn milljarð dala til viðbótar.