Húsasmiðjan hagnaðist um tæpar 83 milljónir íslenskra króna árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Hagnaðurinn hefur dregist saman milli ára, en hann nam 84,7 milljónum króna í fyrra.

Fyrirtækið seldi fyrir tæplega 14 milljarða króna en kostnaðarverð seldra vara nam tæpum 9 milljörðum króna.

Heildareignir félagsins nema nú rúmum 6 milljörðum króna og hafa hækkað úr 5,7 milljörðum milli ára. Eigið fé félagsins nam samkvæmt efnahagsreikningnum 2,13 milljörðum, á meðan heildar skuldir námu 3,95 milljörðum króna.

Sjóðsstreymi fyrirtækisins sýndi að fyrirtækið hafi alls fjárfest fyrir 126,9 milljónir árið 2015. Fjárfestingarnar hafa þar með dregist saman milli ára, en fyrirtækið fjárfesti fyrir allt að 181,6 milljónir árið 2014.

Fjármögnunarhreyfingar félagsins námu alls 116,6 milljónum króna.