Jónas Gestur Jónasson
Jónas Gestur Jónasson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Hagnaður í sjávarútvegi nam 53 milljörðum króna árið 2013 og jókst úr 47 milljörðum árið áður. Skýringin er meðal annars vegna gengishagnaðar og lánaleiðréttinga vegna ólögmætra gengistryggðra lána. Arðgreiðslur námu 11,8 milljörðum en árið 2012 námu þær 6,3 milljörðum króna. Þetta kom fram í erindi Jónasar Gests Jónassonar, endurskoðanda og meðeiganda Deloitte á Sjávarútvegsdeginum sem haldinn er í Hörpu í dag. Samtök atvinnulífsins, Deloitte, Landssamband íslenskra útvegsamanna og Samtök fiskvinnslustöðva standa fyrir fundinum.

Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafa lækkað um 153 milljarða frá 2009 og afborganir umfram nýjar langtímaskuldir nema 121 milljörðum síðastliðinn 6 ár. Fjárfestingar árið 2013 námu 11 milljörðum en voru 17 milljarðar árið 2012.