Hagnaður þeirra fimmtíu fyrirtækja sem skiluðu bestu afkomunni á árinu 2011 nam samtals um 540 milljörðum króna. Samanlagt tap fimmtíu fyrirtækja á hinum enda rófsins, það er þeirra sem töpuðu mestu, var um 350 milljarðar króna. Félög sem tengjast Actavis eru í efstu sætum á báðum listum.

Mörg þeirra fyrirtækja sem raða sér efst á lista Viðskiptablaðsins yfir fyrirtækin sem skiluðu mestum hagnaði hafa átt í rekstrarerfiðleikum. Hagnaðinn má í þeim tilvikum rekja til endurskipulagningar á rekstri með niðurfærslu skulda en ekki heilbrigðs reksturs.

Af tíu efstu fyrirtækjum á hagnaðarlistanum eru þrjú með neikvætt eigið fé. Þrotabú Glitnis hagnaðist mest allra, samtals um 178 milljarða króna. Umtak fasteignafélag er einnig með neikvætt eigið fé en hagnaður nam um 14 milljörðum. Félagið hélt um fasteignir Bílanausts og Olíufélagsins en samningar náðust við lánardrottna í tengslum við yfirtöku á rekstri N1 olíufélags á fyrri hluta árs 2011. Sömu sögu er að segja af félaginu Höfðatorgi, sem komst á árinu 2011 í hendur kröfuhafa.

Hér má sjá lista yfir þau tíu félög sem mestum hagnaði skiluðu árið 2011.

Tíu fyrirtæki með mestan hagnað árið 2011.
Tíu fyrirtæki með mestan hagnað árið 2011.

Hér eru þau tíu félög sem skiluðu mestu tapi árið 2011.

Tíu fyrirtæki með mest tap.
Tíu fyrirtæki með mest tap.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.