Íbúðalánasjóður hagnaðist um tæpa 1,4 milljarða króna á síðasta ári sem er meira en helmingi minna en árið áður þegar sjóðurinn hagnaðist um rúma 2,8 milljarða.

Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 297 milljónum króna en virðisaukning útlána, verðbréfa og fullnustueigna nam 1.069 milljónum króna.

Heildareignir sjóðsins drógust saman um tæpa 25 milljarða á milli ára og stóðu í 762 milljörðum í loks árs 2017. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 8,5% en í tilkynnigu segir að það sé hæsta eiginfjárhlutfall frá stofnun sjóðsins. Eigið fé varí heildina tæpir 25 milljarðar og skuldir um 737 milljarðar.