Iceland Express hagnaðist um 55 milljónir króna í fyrra. Það er um 10% af hagnaði félagsins árið á undan sem var 587 milljónir króna. Velta Iceland Express jókst um milljarð króna á árinu 2010 og kröfur á tengd félög drógust saman um hálfan milljarð króna.

Þetta kemur fram í ársreikningi Iceland Express sem skilað var inn til ársreikningaskráar 23. september síðastliðinn. Eigandi að 99,75% hlutafé í Iceland Express er Eignarhaldsfélagið Fengur. Eigandi þess er Pálmi Haraldsson.

Velta Iceland Express jókst úr 7,7 milljörðum króna í 8,8 milljarða króna á árinu 2010. Rekstrarhagnaður félagsins dróst þó töluvert saman. Hann var 625 milljónir króna árið 2009 en 295 milljónir í fyrra. Um er að ræða rúmlega 50% samdrátt í rekstrarhagnaði.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.