Reiknað er með að matvöruverslunarkeðjan Iceland muni tilkynna um 35 milljarða króna hagnað af rekstri ársins 2010 á næstu vikum en félagið er að stærstum hluta í eigu skilanefnda Glitnis og Landsbanka. Frá þessu greinir Vísir og vísar í frétt Financial Times.

Þar segir jafnframt að skv. heimildum FT muni Iceland greiða eigiendum sínum 100 milljónir punda í arð en ekki 330 milljónir eins og áður hefur komið fram.