Hagnaður Icelandic Group í fyrra nam 2,3 milljónum eða 370 milljónum króna samanborið við 338 þúsund evra eða 50 milljónir króna árið 2012.

Hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári fyrir fjármagnskostnað, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 16,7 milljónum evra eða 2,7 milljörðum króna. Það er um 780 milljónum króna betri rekstrarniðurstaða en árið á undan en þá nam EBITDA hagnaður 1,9 milljörðum króna. Í tilkynningu segir að efnahagur félagsins sé traustur en bókfært eigið fé í lok árs var 130 milljónir evra.

Verulegar breytingar urðu á rekstri félagsins á síðasta ári. Skrifstofu í Noregi var lokað og þrjú dótturfélög Icelandic í Bretlandi (Seachill, Coldwater og Icelandic UK) voru sameinuð undir nýju nafni, Icelandic Seachill. Á sama tíma tók dótturfélag Icelandic Group í Belgíu, Gadus, upp nýtt nafn og heitir nú Icelandic Gadus. Með þessum breytingum starfa öll fyrirtæki félagsins nú undir merkjum Icelandic.