Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group hagnaðist um 6,1 milljón evra á síðasta ári, sem jafngildir um 957 milljónum króna, eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 15,6 milljónum evra sem er 25% aukning frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 4,2% af veltu eða 41,9 milljónir evra. Það jafngildir 6,6 milljörðum króna. Velta ársins 2010 nam 999,6 milljónum evra, eða 157 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör Icelandic Group.

Heildarvelta ársins 2009 var 997,6 milljónir evra. Arðsemi eigin fjár var 3,9% á árinu. „Gott eiginfjárhlutfall upp á 33% rennir styrkum stoðum undir frekari samþættingu og virðissköpun innan samstæðunnar,“ segir í tilkynningunni. Miðað er við gengi evru 153,37 krónur í tilkynningunni.

Uppgjör Icelandic Group.