*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 30. júní 2018 14:05

Hagnaður Icepharma dregst saman

Icepharma hagnaðist um tæplega 254 milljónir króna borið saman við 292 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Hörður Þórhallsson, forstjóri Icepharma.
Haraldur Guðjónsson

Icepharma hagnaðist um 253,8 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 292,4 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Velta félagsins nam 9,1 milljarði og eignir námu rúmum 358  milljónum króna. Eigið fé félagsins var 487,9 milljónir  í árslok 2017.

Félagið greiddi 290 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á árinu 2017. Eignarhaldsfélagið Lyng er eigandi Icepharma.

Stikkorð: Icepharma uppgjör