Hagnaður Invent Farma ehf., móðurfélags samnefnds félags á Spáni, nam 7,4 milljónum evra í fyrra, andvirði um 1,1 milljarðs króna. Árið 2012 nam hagnaður félagsins 7,8 milljónum evra.

Eignir félagsins, sem liggja að nær öllu leyti í dótturfélögum, námu um síðustu áramót 33,5 milljónum evra, skuldir námu 380 þúsund evrum og eigið fé því 33,1 milljón evra.

Stærstu eigendur félagsins voru um síðustu áramót Framtakssjóður Íslands, Silfurberg ehf. og Burðarás eignarhaldsfélag. Silfurberg er í eigu Friðriks Steins Kristjánssonar, stofnanda Invent Farma. Í ágúst var greint frá því að hlutur Burðaráss í félaginu væri til sölu.