Hagnaður Íslandssjóða rúmlega tvöfaldaðist milli ára. Hagnaður ársins 2015 eftir skatta nam 532 milljónum króna, samanborið við 228 milljónir króna árið 2014.

Reksrartekjur sjóðsins námu 1.587 milljónum króna, samanborið við 1.408 milljónum árið áður. Rekstrargjöld lækkuðu milli ára, þær voru 922 milljónir króna á árinu, en voru 1.123 árið áður.

Heildareignir félagsins voru tæpir 3 milljarðar í lok ársins, en voru 2,6 milljarðar við upphaf árs. Eigið fé jókst um 360 milljónir króna á árinu, og var 2.395 milljónir í árslok. Skuldir jukust lítillega á árinu, þær voru 565 milljónir við byrjun árs, en 599 við lok árs. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 69,2% í árslok 2015 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.

Í árslok voru 25 sjóðir í rekstri og hrein eign þeirra nam 126.628 milljónum króna