*

þriðjudagur, 20. ágúst 2019
Innlent 23. júní 2018 13:09

Hagnaður Íslensku dregst saman

Meðallaun hjá Íslensku auglýsingastofunni nema 867 þúsund krónum á mánuði.

Ritstjórn
Íslenska auglýsingastofan er til húsa í Sturluhöllum við Laufásveg 49-51.
Aðsend mynd

Íslenska auglýsingastofan hagnaðist um 62,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 118,4 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017.

Velta fyrirtækisins nam tæplega 790 milljónum og dróst saman um rúm 6% milli ára. Rekstrargjöld námu 718 milljónum og jukust um 3%, einkum vegna aukins launakostnaðar og kostnaðar við efni og aðkeypta þjónustu. Að meðaltali störfuðu 49 starfsmenn hjá félaginu í fyrra. Rekstrarhagnaður nam 71,5 milljónum og dróst saman um helming.

Eignir námu 307 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfall 37,1%. Handbært fé nam 87,6 milljónum í árslok og lækkaði um 141,2 milljónir á árinu.

Greiddur var arður að fjárhæð 118,4 milljónum til hluthafa á árinu. Íslenska auglýsingastofan er í nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna stofunnar. Framkvæmdastjóri hennar er Hjalti Jónsson.