Hagnaður Íslenskra verðbréfa á fyrri helmingi ársins 2015 dróst saman milli ára, og var um 29 m.kr. samanborið við 52 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur tímabilsins námu 269 m.kr. samanborið við 268 m.kr. fyrir fyrri hluta ársins 2014. Þetta kemur fram á vef ÍV. Eigið fé í lok júní nam 502 m.kr. samkvæmt efnahagsreikningi og eiginfjárhlutfall samstæðunnar sem reiknað er samkvæmt 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki er 21,5%. Vegna breytinga á yfirstandandi starfsemi félagsins jókst launakostnaður á fyrri hluta árs, sem félagið gerir ráð fyrir að skili sér í auknum tekjum og bættri afkomu síðar.

Í lok júní námu heildareignir félagsins í stýringu fyrir einstaklinga, félagasamtök, lífeyrissjóði og fagfjárfesta um 106 milljörðum króna og heildarfjárhæð eigna viðskiptamanna í vörslu nam 34 milljörðum kr. Alls voru rúmlega tvö þúsund einstaklingar og lögaðilar með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá félaginu. Hjá ÍV starfa 20 manns