Deutsche Bank
Deutsche Bank
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hagnaður stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank, nam 1,2 milljörðum evra eða um 200 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2011. Þá var búið að afskrifa 155 milljónir evra vegna grískra ríkisskuldabréfa. Hagnaðurinn jókst um 6% mili ára en var undir væntingum.Tekjur Deutsche Bank jukust um 19% í 8,5 milljarð evra af því er fram kemur á fréttaveitunni BBC.

Deutsche Bank hækkaði í gær um 2% í viðskiptum í kauphöllinni í Frankfurt. Hlutabréf í Deutsche Bank hafa fallið um 0,9% á þessu ári.

Í gær tilkynnti stjórn Deutsche Bank að tveir núverandi framkvæmdarstjórar bankans muni taka við af Josef Ackermann forstjóra bankans. Ackermann mun láta af starfi í maí 2012 en hann hefur gengt starfi forstjóra frá árinu 2002. Arftakarnir eru þeir Jürgen Fitschen, framkvæmdarstjóri bankans í Þýskalandi, og Anshu Jain, framkvæmdarstjóri fjárfestingabanka- og fyrirtækjasviðs Deutsche Bank með aðsetur í London.