*

mánudagur, 6. desember 2021
Innlent 24. október 2021 11:32

Hagnaður jókst um 142%

Hagnaður fasteignasölunnar Mikluborgar jókst um 142% á milli ára

Ritstjórn
Óskar Harðarson er annar eigenda Mikluborgar
Haraldur Guðjónsson

Fasteignasalan Miklaborg hagnaðist um rúma 251 milljón króna á síðasta ári og er um að ræða 142% aukningu frá árinu 2019. Þessi mikla aukning var drifin áfram af 47% tekjuvexti, en tekjur námu tæpum 965 milljónum króna samanborið við 655 milljónir króna árið 2019. Að sama skapi jókst rekstrar kostnaður einungis um tæpar 130 milljónir króna. Eigið fé íárslok nam 705 milljónum króna. Miklaborg er að fullu í eigu Óskars Harðarsonar og Jasonar Guðmundssonar.