Innnes ehf., ein stærsta matvöruheildsala landsins, hagnaðist um 327 milljónir króna í fyrra. Árið 2017 nam hagnaðurinn 131 milljón og nemur aukningin á milli ára því 150%.

Innnes seldi vörur fyrir 8,7 milljarða króna í fyrra, sem er svipað og árið áður. Rekstrarkostnaður minnkaði um tæplega 150 milljónir króna á milli ára. Eignir félagsins nema tæplega 3,3 milljörðum og eigið fé er ríflega 1,7 milljarðar króna. Um 200 manns starfa hjá Innnes og er Magnús Óli Ólafsson forstjóri.