Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. hagnaðist um 398 milljónir króna á árinu 2017 samkvæmt ársreikningi félagsins. Jókst hagnaður félagsins um 20% milli ára. Tekjur félagsins námu 996 milljónum og jukust um 184 milljónir frá fyrra ári.  EBITDA nam 485 milljónum og jókst um 22% frá árinu 2016. Laun og annar starfsmannakostnaður nam 254 milljónum og jókst um 46 milljónir en 32 stöðugildi voru hjá fyrirtækinu á árinu.

Eignir félagsins námu 1.385 milljónum króna í lok árs en þar af nam handbært fé 1.290 milljónum króna og jókst um 301 milljón frá fyrra ári. Skuldir námu 165 milljónum og var eiginfjárhlutfall 88,1%. Jökulsárlón ferðaþjónusta er ferðaþjónustufyrirtæki sem rekur þjónustu með bátaferðir um Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, auk þess að reka söluskála á svæðinu. Félagið er að fullu í eigu Einars Björns Einarssonar