© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Rekstrarniðurstaða samstæðu Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2010 er hagnaður að fjárhæð 1.006 milljónir króna en hagnaður ársins 2009 var 282 milljónir króna. Hagnaður hefur aukist um 357% milli ára. Heildartekjur samstæðunnar námu 3.425,1 milljónum króna árið 2010 í samanburði við 3.245,6 milljónir króna árið 2009. Skýrist það m.a. af útvarpstekjum sem jukust um 129 milljónir milli ára. Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnskostnaðar námu 78,1% af tekjum og drógust saman um 10,14% frá 2009. Þá námu afskriftir 186 milljónum króna.