Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um 1.214 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er það 464 milljónum eða 62% meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppgjöri annars ársfjórðungs félagsins.

Rekstrartekjur á fyrri helmingi ársins námu 2.611 og námu leigutekjur 2.338 milljónum króna. Hækkun leigutekna frá sama tímabili á síðasta ári er rúmlega 21%.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 1.705 milljónir króna og jókst um 29% frá fyrra ári. Þá var bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabilsins um 61 milljarður króna og var matsbreyting á tímabilinu um 1.047 milljónir króna.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar vegna uppgjörsins segir að félagið hafi keypt fasteignasafn í eigu Fastengis ehf. fyrr á árinu sem telur 76 eignir og er heildarstærð safnsins 62.351 fermetrar að stærð. Félagið fékk safnið afhent 1. júní síðastliðinn og er því hluti af samstæðu Regins.

Stærstu eignir Regins eru verslunarmiðstöðin Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.