*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 10. febrúar 2019 12:03

Hagnaður jókst um rúman helming

Hagnaður Deloitte nam 400 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 255 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte.
Eva Björk Ægisdóttir

Hagnaður Deloitte nam 400 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem var frá 1. júní 2017 út maí 2018, samanborið við 255 milljónir árið áður. Tekjur námu 4,2 milljörðum króna og jukust um 18%, en rekstrargjöld 3,7 milljörðum og jukust um 14%. Rekstrarhagnaður nam því 500 milljónum og jókst um rúman helming.

Heildareignir í lok uppgjörstímabilsins námu 2,1 milljarði og jukust um 11%, og eigið fé nam 670 milljónum og jókst um þriðjung. Eiginfjárhlutfall nam því 31,4%. Greidd laun námu 2,4 milljörðum króna og jukust um 15% milli ára, en ársverk voru 204, og fjölgaði um 21, eða 11%. Meðallaun námu því 11,6 milljónum á ári og hækkuðu um 3% milli ára.

Greiddur arður á uppgjörstímabilinu nam 254 milljónum króna, sem svarar til hagnaðar rekstrarársins á undan. Stjórn leggur til að greiddar verði „allt að 400 milljónir" króna í arð til hluthafa á yfirstandandi rekstrarári.

Stikkorð: Deloitte