Hagnaður JP Morgan Chase dróst saman um 23% á síðasta fjórðungi ársins og er ástæðan einkum fallandi tekjur af fjárfestingabankastarfsemi. Forstjórinn, Jamie Dimon, hafði reyndar þegar varað við því að hagnaðurinn af fjárfestingastarfsemi myndi minnka og það gekk sannarlega eftir: hagnaðurinn af fjárfestingabankastarfsemi féll um 52% í 726 milljónir dala og tekjurnar af starfseminni minnkuðu um 30%. Hagnaður af viðskiptabankastarfsemi jókst aftur á móti um 16% í um 533 milljónir dala.