Hagnaður JP Morgan Chase var minni á síðasta mánuði en vænst hafði verið. Ástæðan, eftir því sem fram kemur á vef BBC , er kostnaður vegna málaferla sem tengjast svikum Bernies Madoff.

Hagnaður dróst saman um 7,3% á fjórða fjórðungi. Hann var 5,7 milljarðar dala en fór í 5,3 milljarða. Bankinn segir í tilkynningu að einskiptiskostnaður hafi dregið úr hagnaði bankans eftir skatta um 1,1 milljarð dala.

JP Morgan var aðalviðskiptabanki Madoffs og hafði viðskiptasambandið náð til ársins 1980. Í síðustu viku samþykkt JP Morgan að greiða 2,6 milljarða til að ná fram sáttum vegna aðildar sinnar að málum Madoff.

Madoff afplánar nú 150 ára fangelsisdóm vegna fjársvika.