Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hagnaðist um 8,4 milljarða dollara á þriðja ársfjórðungi þessa árs en bankinn birti afkomu sína fyrir fjórðunginn fyrir skömmu. Hagnaður á var 2,34 dollarar á hlut sem var yfir væntingum greiningaraðila samkvæmt frétt CNBC. Meðaltal greiningaraðila hafði gert ráð fyrir að hagnaður yrði 2,25 dollarar á hlut. Er þetta 24% meiri hagnaður en á sama ársfjórðungi fyrir ári síðan

Þá voru tekjur bankans einnig örlítið umfram væntingar. Námu þær 27,8 milljörðum á fjórðungnum en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 27,5 milljörðum.

JP Morgan er fyrsta stóra bandaríska fjármálafyrirtækið til að birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Gengi hlutabréfa banka í bandaríkjunum hefur lækkað töluvert síðustu daga og hefur KBW Bank vísitalan lækkað um 5,8% á frá því á föstudag í síðustu viku. JP Morgan hefur ekki farið varhluta af lækkunum síðustu daga í bandaríkjunum og hafa bréf fjárfestingabankans lækkað um 6,1% á síðustu 5 daga. Þegar þetta er skrifað hafa bréfin þó hækkað um rúmt prósent á fyrirmarkaði (e. pre market) og standa í 109,25 dollurum á hlut.