© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hagnaður bandaríska bankans J.P.Morgan Chase nam 5,43 milljörðum dollara, jafnvirði 630 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi ársins 2011. Hagnaður jókst um 13% samanborið við sama tímabil fyrir ári en þá nam hagnaðurinn 4,8 milljörðum dollara. Er þetta töluvert yfir væntingum sérfræðinga. J.P.Morgan Chase en annar stærsti bankinn í Bandaríkjunum.

Hagnaðurinn var 1,27 dollara á hluta en aðeins 1,09 dollara á hluta fyrir ári. Þá jókst hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi um 49% milli ára. Tekjur bankans námu 26,8 milljörðum dollara og jukust þær um 7% milli ára.

Góðan árangur bankans má helst rekja til þess að bankinn þurfti ekki að afskrifa jafnmikið af slæmum lánum og búist var við.