Hagnaður Kauphallar Íslands hf. dróst saman um 41% milli ára. Hagnaður Kauphallarinnar nam 77,9 milljón króna árið 2017 en var 132,1 milljón króna árið 2016 samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Tekjur Kauphallarinnar námu 514,3 milljónir króna í fyrra en 552,5 milljónir króna árið 2016. Rekstrarhagnaður nam 60,5 milljónum króna en 98,2 milljónum árið áður.

Heildareignir félagsins námu 558 milljónum króna um áramótin en voru 614 milljónir í upphafi ársins 2017. Eigið fé Kauphallarinnar var 450 milljónir króna í árslok og lækkaði um 52 milljónir króna milli ára. Þá náum skuldir 109 milljónum króna og lækkuðu 3 milljónir króna milli ára.

Félagið greiddi 130 milljónir króna í arð til eiganda síns á síðasta ári.

Heildarlaunagreiðslur námu 289,6 milljónum króna en stöðugildi voru 15,5. Því námu meðallaun að meðtöldum iðgjöldum til lífeyrissjóða og öðrum launatengdum gjöldum tæplega 1,6 milljónum króna. Arðsemi eigin fjár nam 17,3% árið 2017 en var 26,3% árið 2016.