*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 31. október 2014 09:20

Hagnaður KEA minni en í fyrra

KEA hagnaðist um 227 milljónir króna á seinasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Hagnaður KEA var 227 milljónir króna á seinasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er tæpum 52 milljónum minni hagnaður en árið 2012, þegar hann var tæpar 279 milljónir.

Helsta skýringin eru hærri laun og launatengd gjöld, sem hækka úr 53 milljónum í 62 milljónir, minnkuð afkoma dótturfélaga sem lækkar úr 193 milljónum í 150 milljónir og hærri veittir styrkir, 27 milljónir borið saman við 19 milljónir.

Eignir félagsins jukust talsvert á milli ára, úr 5.994 milljónum í 6.243 milljónir og eigið fé úr 4.649 milljónum í 4.876 milljónir.

KEA svf. er fjárfestingarfélag sem vinnur í þágu félagsmanna, sem voru 18.827 talsins í árslok 2013 og hafði þá fjölgað um 400 á árinu. Starfsmenn KEA eru að meðaltali fjórir hvert ár og meðalkostnaður við hvern starfsmann því um 15,5 milljónir á ári.

Stikkorð: KEA