Hagnaður Kemi, sem selur ýmis konar efna- og öryggisvörrur, dróst saman um 1,4 milljónir króna á síðasta ári, úr um 17,3 milljónum í 15,9 milljónir að því er Morgunblaðið greinir frá. Þar með dróst hagnaður félagsins saman um rétt rúmlega 8%, á sama tíma og tekjur þess jukust um 38 milljónir milli ára, úr 534 milljónum í 572 milljónir, eða um 7,1%.

Eigið fé Kemi lækkaði um 14 milljónir á síðasta ári, og nam 74 milljónum í árslok, en skuldirnar hækkuðu um ríflega 12 milljónir og stóðu í 190,6 milljónum í árslok. Fóru því eignir félagsins úr 238,6 milljónum í 264,6 milljónir og eiginfjárhlutfallið lækkaði þar með úr um 33% í tæplega 28%.

Hermann Guðmundsson er forstjóri og stærsti eigandi félagsins, en hann leiddi hóp fjárfesta til að kaupa félagið árið 2014 , en áður var hann forstjóri N1 árin 2006 til 2012. Viðskiptablaðið ræddi við Hermann undir lok tíma hans hjá N1 þar sem hann ræddi meðal annars um upphaf starferils síns sem þjónn á Hótel Holti.