*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 29. september 2015 12:58

Hagnaður KFC jókst stórlega

Íslendingar keyptu skyndibita á KFC fyrir rúmlega 2,4 milljarða króna á síðasta ári.

Ritstjórn

Skyndibitakeðjan KFC hagnaðist um 121 milljón króna á síðasta ári. Er það mikil aukning frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 41 milljón króna. Þetta má sjá í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins.

Þar kemur fram að sölutekjur fyrirtækisins hafi numið rúmlega 2,4 milljörðum króna á árinu og jukust þær um næstum 200 milljónir króna á milli ára. Rekstrarhagnaður félagsins nam 159 milljónum króna og jókst um 95 milljónir frá fyrra ári.

Eignir KFC námu 830 milljónum króna í lok ársins og munar þar mestu um fasteignir fyrirtækisins sem metnar eru á 463 milljónir króna. Handbært fé nam 120 milljónum króna. Skuldir námu í heildina 375 milljónum króna og nam eigið fé félagsins því 455 milljónum króna í árslok.

Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, er eigandi KFC ehf.

Stikkorð: KFC Helgi Vilhjálmsson