*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 21. júlí 2018 17:02

Hagnaður Kopars Restaurant dregst saman

Veitingastaðurinn Kopar Restaurant hagnaðist um 18,6 milljónir króna í fyrra samanborið við 38,7 milljónir króna árið á undan.

Ritstjórn
Kopar Restaurant á Geirsgötu 3 við gömlu höfnina í Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Veitingastaðurinn Kopar Restaurant hagnaðist um 18,6 milljónir króna í fyrra samanborið við 38,7 milljónir króna árið á undan. Dróst því hagnaðurinn saman um rétt rúmar 20 milljónir króna.

Rekstrartekjur staðarins námu 324,9 milljónum króna árið 2017 en voru 384 milljónir króna árið á undan. Þá voru rekstrargjöldin 293,5 milljónir á síðasta ári. Þar af voru laun og launatengd gjöld 164 milljónir króna en þau jukust um tæpar 4 milljónir frá árinu á undan. Heildareignir félagsins námu 76 milljónum króna og eigið fé var 52,7 milljónir króna.

Stjórn félagsins samþykkti að greiða arð upp á 20 milljónir króna. Kopar Restaurant er á Geirsgötu 3 við gömlu höfnina í Reykjavík.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is