Lánasjóður sveitarfélaga var rekinn með ríflega helmingi meiri hagnaði fyrstu sex mánuði ársins eða 480 milljónum króna samanborið við 310 milljónir króna á sama tímabili árið 2018. Hreinar vaxtatekjur sjóðsins voru 545 milljónir króna á fyrri helmingi ársins miða við 427 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Heildareignir Lánasjóðsins þann 30. júní voru 114,8 milljarðar króna samanborið við 105,4 milljarða í árslok 2018. Heildarútlán sjóðsins námu 108 milljörðum króna samanborið við 99 milljarða í árslok 2018. Stækkun á lánasafni síðastliðna 12 mánuði nemur 17 milljörðum króna.

Eigið fé Lánasjóðsins nam 17.964 milljónum króna á móti 17.912 milljónum króna í árslok 2018. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 71% en var 77% í árslok 2018.

Markaðsverðmæti verðbréfaútgáfu á fyrri hluta ársins var 11,4 milljarðar króna en var 13,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Á síðustu 12 mánuðum nam verðbréfaútgáfa 20,6 milljörðum króna.